Firestone byggingarvörur

Firestone Byggingarvörur framleiða heildar vörulínu af einangrunarefnum og þakdúkum, sem samanstendur af EPDM dúkum, endurbættum tjörupappa (APP og SBS), uppbyggðri (built-up) þakklæðningu, PVC og TPO. Enginn annar aðili býður upp á meiri heildarlausn og ábyrgð en Firestone Byggingarvörur.
Image

ÞAKDÚKUR

Firestone þakdúkur er dúkur úr gervigúmmíi (EPDM) sem hefur betri endingu en nokkur annar þakdúkur á markaðnum. Niðurstöður úr þýskri rannsókn sýna að dúkurinn dugir ekki skemur en í 50 ár.

Verksmiðjur Firestone sem framleiða EPDM hafa fengið ISO 9001-2000 og ISO 14001 vottin, sem er vitnisburður um að fyrirtækið hefur tileinkað sér gæðastjórnunarkerfi og umhverfisverndarkerfi.

Fyrsta EPDM Firestone þakklæðningin var sett á í Viscosin í Bandaríkjunum árið 1980 og er enn til staðar. Síðan þá hafa yfir 1.500.000.000 fm af Firestone dúknum verið lagðir með góðum árangri á þök vítt og breytt um heiminn, allt frá köldu loftslagi í Alaska til eyðimerkursólarinnar við Persaflóa.
Image

EINANGRUN

Firestone fjöleinangrun (polyiso) samanstendur af  frauðkjarna úr lokuðum einingum sem byggir á nýrri tækni við frauðmyndun sem veldur ekki minnkun í ósonlagi jarðarinnar, og er kölluð  IsoGard frauðtækni.  Þessi nýja frauðtækni er HCFC-laus , eyðir ekki ósonlagi (zero-0DP: ozone depletion potential).  Allar Firestone fjöleinangrunarvörur uppfylla kröfur umhverfisstofnunar BNA, og Montreal samkomulagsins um umhverfisvernd.

Firestone ISO 95+ hefur matt ytra lag úr styrktu svörtu glerefni á báðum hliðum frauðkjarnans og uppfyllir kröfur ASTM  1289 02 type II,  um einangrunarvörur í fyrsta flokki.  ISO 95+ er hentugt fyrir límt, fargað og niðurskrúfað,stakt, krossviðs og asfalt (kerfi). 

Firestone ISO 300 samanstendur af möttu ytra byrði á báðum hliðum frauðkjarnans sem er húðaður með gráum fjölliðum, og uppfyllir kröfur ASTM C1289-02 Type 2  um einangunarvöru í 2 flokki. Firestone ISO 300 hefur sýnt yfirburða árangur í kaldri endurbættri tjörgun. 

Bæði ISO 95+ og ISO300 eru til í  lárétt og hallandi plötum og veita fyrirtaks einangrun og þol.  Þau mynda fyrirtaks yfirborð fyrir öll þak-kerfi, og uppfylla kröfur bandarísku alríkisstjórnarinar um kaup á endurnýtanlegum efnum.

Þegar lögð er Firestone fjöleinangrun sem hluti af Firestone þak-kerfi fær viðskiptavinurinn fyrsta flokks gæði, efni og ábyrgð frá einum og sama aðila.